135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[16:19]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá er það bara alveg skýrt að hv. þm. Karl V. Matthíasson telur að það sé réttast að ríkisstjórnin klári málið, að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin klári þetta mál. Það komi þá inn í þingið í formi lagafrumvarps þegar þar að kemur, væntanlega í haust. Væntanlega verður svarið núna í kringum 11. júní það að ríkisstjórnin hyggist leggja fram lagafrumvarp sem sé þess eðlis að það uppfylli þann úrskurð sem við fengum sem er reyndar óljós. Málið verði þá bara unnið með hefðbundnum hætti hér þinginu þegar þar að kemur í haust.

Þetta er aðferð sem hægt er að nota og er reyndar yfirleitt notuð. Yfirleitt ber mál að með þeim hætti að ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem síðan er komið í gegnum þingið.

En ég hefði talið mjög æskilegt í ljósi þess að málið er viðkvæmt og stórt, (Forseti hringir.) að við hefðum haft samráð á fyrra stigi áður en frumvarp verður lagt fram.