135. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2008.

íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni.

[14:04]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þetta er ákaflega dapurlegt svar. Það er greinilegt að hæstv. ráðherra er ekki að hugsa um mannkynið í heild sinni. Losun er jafnmikil hvort sem ál er framleitt í Kína eða á Íslandi, burt séð frá raforkuframleiðslunni sjálfri. Álverið sjálft veldur sömu mengun á Íslandi og annars staðar á sama hnetti. Það er spurning ef við ætlum að framleiða ál yfirleitt hvort staðsetningin skiptir nokkru máli.

Það sem skiptir meginmáli er hvernig raforkan er búin til. Í Kína er nú verið að reisa raforkuver sem brenna heilu fjöllunum af kolum til þess að framleiða þetta sama ál. (Gripið fram í.) Ég segi: Við Íslendingar eigum að bjóða okkar mengunarlausu orku, við skulum bjóða mannkyninu að virkja eins og við mögulega getum en sleppum Gullfossi og Dettifossi. (Gripið fram í.)