135. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2008.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[14:12]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Eins og hæstv. menntamálaráðherra segir er ástæða til að ræða þessi mál. Sitt sýnist hverjum um það hvernig til hefur tekist með þessi þingsköp. Ég verð að segja fyrir mig, frú forseti, að mér finnst ankannalegt ef ekki beint hallærislegt að hafa óundirbúnar fyrirspurnir sem skyldudagskrárlið á þeim dögum sem reglulegar fyrirspurnir eru á dagskrá. Þessi liður gerir lítið annað en að ýta frá og fram hjá — (Gripið fram í.) já, ég á afmæli á morgun, þakka þér fyrir, hæstv. ráðherra, ég er mér vel meðvituð um hvaða dagur er á morgun og það kemur þessu máli lítið við.

Þetta er einn af þeim þáttum sem við þurfum að endurmeta. Það er verið að ýta skriflegum fyrirspurnum aftar á dagskrána fyrir þessa óundirbúnu tíma og þar að auki er ekki hægt, (Forseti hringir.) samkvæmt nýju þingsköpunum, að taka upp mál sem eru brennandi með þeim fyrirvara sem þar segir. (Forseti hringir.) Utandagskrárumræður daga hér uppi eftir margar vikur án þess að ráðherrum þóknist að taka þær.