135. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2008.

ríkisábyrgð til handa deCODE Genetics Inc.

570. mál
[14:26]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Fyrirspurnin er fráleit. Alþingi setur lög, ekki framkvæmdarvaldið. Alþingi á ekki að biðja framkvæmdarvaldið um að setja lög. Hv. þm. Þuríður Backman getur bara flutt frumvarp um þetta sjálf, ég mun styðja það. Ég var á sínum tíma á móti umræddri ríkisábyrgð, ég taldi að hún mundi skaða fyrirtækið, skaða efnahagslífið og allt í kring enda hefur komið í ljós að hún hefur skaðað fyrirtækið. Ég barðist mikið gegn þessu á sínum tíma og ég legg til að hv. þm. Þuríður Backman fái nokkra þingmenn með sér í því að afnema þessi lög. Það er greinilegt að ekki er þörf á þeim og það yrði sennilega ágæt lagahreinsun.