135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

tilkynning.

[12:01]
Hlusta

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Um fyrirkomulag þinghaldsins í dag vill forseti geta þess að þingfundur hefst á 2. dagskrármáli, sem er fyrirspurn til viðskiptaráðherra, og verður haldið áfram með fyrirspurnir til klukkan hálftvö en þá hefst dagskrárliðurinn Störf þingsins. Að honum loknum verður haldið áfram með fyrirspurnir fram til klukkan hálffjögur en þá fer fram utandagskrárumræða um bætur almannatrygginga. Málshefjandi er hv. þm. Guðni Ágústsson. Hæstv. forsætisráðherra, Geir H. Haarde, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.