135. löggjafarþing — 101. fundur,  8. maí 2008.

fæðingar- og foreldraorlof.

387. mál
[11:54]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Nefndarmenn í félagsmálanefnd eru sammála þessari athugasemd frá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni og eru samþykkir því að málið fari aftur til nefndar. Þessi breytingartillaga er ekki í samræmi við nefndarálitið og vilja nefndarinnar þannig að það er nauðsynlegt að málið fari inn til nefndarinnar og gerð verði breyting á þessari breytingartillögu sem verið er að samþykkja.

Það getur vel verið að þurft hefði að draga þessa breytingartillögu til baka áður en málið var kallað til nefndar en það skiptir ekki máli. Við breytum þessu þegar málið kemur til nefndar eftir þessa umræðu.