135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

hlutafélög og einkahlutafélög.

525. mál
[14:40]
Hlusta

Frsm. efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. efnahags- og skattanefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/2995, um hlutafélög, og breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum. Nefndarálitið er að finna á þskj. 970.

Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund gesti og umsagnir eins og segir í nefndarálitinu.

Með frumvarpinu eru lagðar til efnislega samsvarandi breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög og er þeim ætlað að innleiða ákvæði um rafræna skráningu upplýsinga í hlutafélagaskrá samkvæmt Evróputilskipun. Aðrir þættir tilskipunarinnar hafa verið innleiddir með lögum nr. 18/2006.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Hv. þm. Bjarni Benediktsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Ellert B. Schram, Ögmundur Jónasson, Gunnar Svavarsson, Magnús Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson, Paul Nikolov og Kristján Þór Júlíusson.