135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[16:25]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á leiðina til að komast hjá þessu, þ.e. að endurfjárfesta. Ef eitthvert fyrirtæki á hlutabréf upp á milljarð í Glitni og selur það fyrir 2 milljarða þá fjárfestir það í Kaupþingi fyrir 2 milljarða og borgar ekki skatt. Þessi leið er fær og hún er ætluð til þess að halda fjármagni í atvinnulífinu. Þessi leið gerir það að verkum að menn borga ekki skatta af þessu. Það er bara þannig.

Svo er hin leiðin sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson benti á sem var mjög athyglisverð en hann hélt því fram að 400 milljarðar hefðu siglt frá Íslandi til Hollands. Það eru einmitt þeir peningar sem við ætlum að reyna að ná til baka.