135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[17:33]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ítreka spurningu mína til virðulegs forseta um hvort forseti muni verða við þeirri sjálfsögðu beiðni að fresta fundi. Ég á bara eftir eina ræðu og hana ætlaði ég að nota til þess að spyrja (Gripið fram í.) formann fjárlaganefndar. Ég bendi á, frú forseti, að formaður efnahags- og skattanefndar er ekki formaður fjárlaganefndar, bara til að hafa það á hreinu. Ég ber mikla virðingu fyrir formanni fjárlaganefndar og ég veit að hann hefur ekki að ástæðulausu skrifað undir nefndarálit með fyrirvara. Ég krefst þess að fundi verði frestað, ég þurfi ekki að verja síðustu ræðu minni samkvæmt þessum þingsköpum án þess að hann sé kominn í salinn því að ég hafði hugsað mér einmitt (Forseti hringir.) að spyrja hv. þm. Gunnar Svavarsson. Ég spyr forseta: Mun fundinum verða frestað? Ég krefst þess.