135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Um fyrirkomulag þinghaldsins í dag vill forseti geta þess að að loknum óundirbúnum fyrirspurnum fer fram atkvæðagreiðsla um 2.–13. dagskrármálið.

Um kl. 1.30, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um stöðu tollgæslu- og lögreglumála á Suðurnesjum. Málshefjandi er hv. þm. Siv Friðleifsdóttir. Hæstv. dómsmálaráðherra Björn Bjarnason verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfunda, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag, þ.e. þar til umræðum um dagskrármálin er lokið.