135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

rústabjörgunarsveit til Kína.

[11:07]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Það geta auðvitað verið deildar meiningar um hvaða verkefni við eigum að velja okkur og hvort við eigum að halda uppi loftrýmiseftirliti með ratsjárstöðvum okkar og með eftirlitssveitum ársfjórðungslega eins og nú er raunin. Ástæðan fyrir því að við höldum uppi loftferðaeftirlitinu og tökum ársfjórðungslega á móti þessum sveitum er að forsætisráðherra fór á fund NATO og óskaði eftir mati NATO á því hvernig þessu skyldi háttað. Þetta varð niðurstaðan hjá NATO. Ef þingmaðurinn er mjög ósáttur við þá niðurstöðu hygg ég að hann verði að ræða það í sínum ranni en ekki við mig.