135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[11:30]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég stend að umræddu nefndaráliti meiri hluta efnahags- og skattanefndar með fyrirvara. Fyrirvari minn lýtur fyrst og fremst að afturvirkninni sem hér hefur verið fjallað um. Hins vegar má leiða að því líkur að þær breytingar sem verða á efnahagsreikningi fyrirtækjanna geti hugsanlega valdið því að umræddar tekjur muni berast í ríkissjóð. Ég lýsti því í löngum ræðum síðasta fimmtudagskvöld, virðulegur forseti, að lögin sem hér er verið að samþykkja eru mun betri en núgildandi lög og munu endurspegla það umhverfi sem við erum hluti af í alþjóðlegu tilliti. Ég mun því greiða atkvæði með umræddri löggjöf þrátt fyrir fyrirvara minn sem kom fram í ræðum mínum og í nefndarálitinu.