135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[12:49]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það að ef vilji stjórnarandstöðunnar stendur til þess að ræða þetta mál með upplýstum hætti þá er þvert á móti hrósvert að hv. formaður heilbrigðisnefndar hafi tekið þennan pól í hæðina því þá er tryggt að umsagnaraðilar fá lengri tíma (Gripið fram í.) til að senda inn umsagnir sínar og mér þykir menn fara ansi frjálslega með orð að segja að traðkað sé á þingræðinu. Í mínum huga felst þingræðið fyrst og fremst í því að (Gripið fram í.) Alþingi fái tækifæri til að fjalla um málið með málefnalegum hætti. Til þess stendur vilji stjórnarmeirihlutans. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að þetta mál komist sem fyrst til hv. nefndar og að það sé mjög jákvætt að umsagnaraðilar hafi fengið rýmri tíma en ella til að útbúa umsagnir sínar (Gripið fram í.) og að nefndin geti þá hafið umfjöllun sína um (Forseti hringir.) málið sem allra fyrst, ef menn vilja viðhafa málefnalega umræðu.