135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

frumvarp um sjúkratryggingar.

[14:11]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem upp eins og aðrir til þess að mótmæla þessum vinnubrögðum, þessum þjösnalegu vinnubrögðum formanns heilbrigðisnefndar. Hv. formaður þingflokks sjálfstæðismanna sagði áðan að þetta mál hefði fengið alla þá afgreiðslu sem þarf til að vera hér á dagskrá. Við skulum hafa það í huga að þegar formaður heilbrigðisnefndar sendir málið út til umsagnar þá er það ekki þingtækt. Það var ekki þingtækt. Þá var ekki búið að samþykkja nein afbrigði á hinu háa Alþingi til þess að taka málið á dagskrá. Hún veit því ekkert um það hvort það verður samþykkt á Alþingi að þetta mál verði tekið á dagskrá þegar hún sendir það út til umsagnar í eigin nafni. Það þurfti samþykki hv. Alþingis til þess að það mætti ræða málið. (Gripið fram í: ... tækt til að ræða ...) Því er ekki hægt að segja að þetta mál (Gripið fram í: ...í dag.) hafi fengið alla þá afgreiðslu sem það þurfti. Það er (Forseti hringir.) alveg óskiljanlegt hvernig hv. formanni heilbrigðisnefndar dettur í hug að vinna með þessum hætti.