135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

eftirlaunalögin.

[13:44]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Það er nú orðið svo að það er helsta ráð ríkisstjórnarinnar að bregða á gamanmál. En það munu þá sitja tvær ríkisstjórnir, virðulegi forseti, í sumar. Annars vegar ríkisstjórnin sem ætlar að afnema eftirlaunalögin og hins vegar ríkisstjórnin sem ætlar að halda þeim í gildi, annars vegar ríkisstjórnin sem ætlar að hefja hvalveiðar og hins vegar ríkisstjórnin sem ætlar að banna þær, annars vegar ríkisstjórnin sem ætlar að byggja ný álver og hins vegar ríkisstjórnin sem ætlar að koma í veg fyrir það, annars vegar ríkisstjórnin sem ætlar að virkja neðri hluta Þjórsár og hins vegar ríkisstjórnin sem ætlar að koma í veg fyrir það.

Virðulegi forseti. Við getum ekki búið við það á Íslandi að sitja með tvær ríkisstjórnir við völd samtímis. (Gripið fram í: Góð ræða.)