135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

merking grænmetis.

[13:56]
Hlusta

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ég held að ekki sé mikil ástæða til að bíða eftir ábendingum eða slíku heldur er ástæða til að hvetja viðskiptaráðherra til þess að taka í taumana. Ég hef fengið þetta staðfest hjá Matvælastofnun og þetta er slík bjögun að ekki er hægt að bjóða upp á það.

Eða eigum við til að mynda að taka upp þá reglu að ef Kínverji kemur til Íslands og hann fer í íslenskt bað í íslensku vatni þá væri hann orðinn Íslendingur? Þetta er sambærilegt á sinn hátt.

Ég held að við eigum að verja íslenska framleiðslu til hins ýtrasta og tryggja að svona vinnubrögð gangi ekki í ljósi einhverra óyfirvegaðra umpökkunarreglna.