135. löggjafarþing — 104. fundur,  21. maí 2008.

niðurstaða nefndar um skattlagningu eldsneytis.

[14:08]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að það er erfitt að breyta hugarfari þjóðarinnar. Ég held reyndar að í einhverjum skilningi höfum við sem hér erum inni tekið að okkur það verkefni á einhvern hátt og í einhverju málefni því öll erum við að berjast fyrir okkar hugðarefnum og sækja fylgi til fólks á þeim forsendum. En áður en við leggjum upp í það að verk að breyta hugarfarinu verðum við að vera búin að móta það með okkur hvert við viljum fara og hvaða tæki við ætlum að nota til að breyta hugarfarinu. Eitt af þessum tækjum er verðlagningin, kostnaðurinn til dæmis, að kostnaðurinn við einstaka þætti í þessu endurspeglist í verðinu sem ekki alltaf gerist. Þetta er langt frá því að vera einfalt mál og langt frá því að vera eitthvað sem við vinnum í skyndingu, frú forseti.