135. löggjafarþing — 105. fundur,  21. maí 2008.

svör við fyrirspurnum.

[18:04]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka kærlega fyrir það og treysti því að hæstv. forseti taki þetta mál upp. Ég tek undir það sem hv. þm. Árni Þór Sigurðsson sagði áðan, að því miður er þetta ekki eina dæmið um að það dregst úr hömlu að svara fyrirspurnum.

Veit ég vel að þessi fyrirspurn er kannski ekki mjög einföld. Hins vegar eiga svör við henni að sjálfsögðu að liggja fyrir í öllum ráðuneytum og gera það eftir því sem ég best veit.