135. löggjafarþing — 105. fundur,  21. maí 2008.

öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

541. mál
[18:34]
Hlusta

Frsm. viðskn. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það megi treysta því að það séu ekki frekari villur í þessu máli en málið var afgreitt með stuðningi allra flokka innan nefndarinnar. Á hvaða stigi þessi villa kom fram átta ég mig ekki alveg á en ég vona að ég geti fullvissað hv. þingmann um að það séu ekki fleiri villur í þessu máli. En það var eins gott að við náðum að breyta þessu áður en umfjölluninni lýkur í hér í þingsal og ég tel að þingheimur geti sýnt því skilning.