135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

lengd þingfundar.

[11:16]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil fyrst víkja að orðum formanns þingflokks Samfylkingarinnar, hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar, varðandi fundartímann í dag en ég tók eftir því að að fundur skyldi standa fram á kvöldið. Í mínum huga er fram á kvöldið ekki lengur en til klukkan tíu — við sem erum kvöldsvæf teljum það reyndar enn fyrr — mér sýnist það vera alveg augljóst. Ég fagna yfirlýsingu hv. þingmanns og þingflokksformanns Samfylkingarinnar í þessum efnum og vona að því megi treysta að hann hafi haft til þess makt að mega segja þetta.

Ég vil leggja áherslu á og minna á þá miklu umræðu sem varð hér við breytingar á þingsköpunum fyrir jól um að það ættu ekki að vera kvöld-, nætur- eða helgarfundir (Forseti hringir.) að ástæðulausu, enda verður sett framhaldsþing í haust til að taka á þeim málum sem þingið (Forseti hringir.) kemst ekki yfir nú með eðlilegum hætti, frú forseti.