135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[14:24]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kannski rétt að upplýsa í þessari umræðu að í sveitarfélaginu Mosfellsbæ er samstarf á milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna (Gripið fram í: Hvað segirðu?) og er það líklegast eina sveitarfélagið á landinu þar sem svo háttar. (Gripið fram í.) Ég get fullvissað hv. þingmenn hér í salnum um að það samstarf hefur gengið með ágætum.

Tekin var sú ákvörðun í upphafi þess samstarfs að fimm ára deildir leikskólanna í Mosfellsbæ eru gjaldfrjálsar fyrir börnin utan fæðis. Í samvinnu tveggja aðila þurfa báðir að gefa af sínu og það var niðurstaðan þar.

Hvort sú ákvörðun verður endanleg um alla árganga skal ég ósagt látið. Ég er sjálf enn þá beggja handa járn, ef við getum orðað það svo, í þessu (Forseti hringir.) gjaldfrelsi almennt.