135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:23]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir vænt um að heyra þessi orð hv. þingmanns. Ég veit það og finn að Framsóknarflokkurinn er á þessari línu með okkur og ég treysti því að það verði stuðningur við breytingartillögur okkar í þeim ranni.

Hv. þingmaður sagði í fyrra andsvari sínu að við værum ef til vill öll fötluð. Ég veit ekki hvort það er rétt. Ég hef alltaf talið hv. þingmann afar hraustan mann. Kannski er eina smávægilega fötlunin sem hann á við að stríða sú að hann skuli vera framsóknarmaður. Eins og ég segi þá tökum við þessi mál til alvarlegrar skoðunar það sem eftir lifir af þessari umræðu.