135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[20:09]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það kann að vera að einhverjar reknar stofnanir sem ríkið framselur stjórnsýsluvald sitt til, aðrar en grunnskólinn eða skóli, falli hugsanlega ekki að því sem kemur fram í ritgerð Hafdísar Gísladóttur. Ég tek það fram að ég hef ekki lesið þessa ritgerð og verður fróðlegt að gera það.

Ég get tekið undir með hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur að orki það tvímælis að nemendur í skólum sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum, t.d. eins og nemendur Landakotsskóla, njóti ekki þeirrar verndar sem lög um grunnskóla segja til um þá tel ég fulla ástæðu til þess að kanna það, hæstv. forseti. Ég get ekki lesið þessi lög öðruvísi en svo að 1. gr. um gildissvið grunnskólans taki á því að sjálfstætt reknir skólar sem og skólar reknir á vegum sveitarfélaga falli undir þessi lög. Með þann skilning er réttur nemenda í sjálfstætt reknum skólum og skólum reknum á vegum sveitarfélaga að mínu mati jafn. Það finnst mér skipta máli.