135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[22:19]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það stendur í þessari grein og í sérfræðiþjónustunni að það eigi að veita sérúrræði innan skólans. Hins vegar er talað um jafnframt í 17. gr. að ef ekki finnst úrræði um skólavist einstakra nemenda skuli þar til bærir sérfræðingar meta það með hag barnsins að leiðarljósi. Þá kemur niðurstaða, þ.e. með hag barnsins að leiðarljósi, og það getur þýtt annars vegar að það eigi og þurfi að finna barninu sérúrræði innan skólans eða utan. Ef niðurstaðan er utan þá spyr ég aftur: Ef niðurstaða sérfræðinganna er að með hag barnsins að leiðarljósi sé barninu best borgið utan, í ákveðnum sérskóla af því að skólinn geti ekki veitt sérúrræði sem einstaklingurinn kallar á, þá eigi að skylda sveitarfélögin til þess að stofna sérskóla?