135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:08]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst það vera spurning til hv. þingmanns hvort hann sé ekki þeirrar skoðunar að við eigum einmitt að leggja rækt við alla okkar menningarlegu arfleifð. Þegar verið er að tala um kristni í þúsund ár á Íslandi má ekki gleyma því að lengri hluta þess tíma var íslensk þjóð kaþólsk. Lútherskan hefur verið hér skemmri tíma en kaþólskan var. Áður vorum við ásatrúar.

Á ekki íslensk æska að læra einmitt um þessa arfleifð okkar? Er það ekki mikilvægt að mati þingmannsins? Væri ekki nær þá að í 2. gr. grunnskólalaganna væri talað um trúarlega arfleifð íslenskrar menningar? Að öll trú væri í rauninni inni í þessari (Forseti hringir.) markmiðsgrein grunnskólalaganna?