135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:46]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þannig hagar til að Framsóknarflokkurinn hefur á þessum þingvetri eitt tækifæri til að vera með lengda umræðu og settum við það í forgang að svo yrði um framhaldsskólafrumvarpið. Sú umræða skiptir miklu máli í samfélaginu því að ágreiningur er um það mál og þar er verið að taka á málefnum sem snerta alla þjóðina. (Gripið fram í.) Jú, og það er rétt að ræða það á þeim tíma sem þjóðin og kennarar landsins geta fylgst með. Það er ekki rétt að sú umræða fari fram að næturþeli þegar ekki er möguleiki fyrir almenning að sýna umræðunni virðingu og lýðræðislegt aðhald. Það er algerlega fyrir bí með næturumræðu sem þessari.

Gengið er þvert gegn anda þingskapanna. Freklega er gengið (Forseti hringir.) á rétt okkar framsóknarmanna sem höfum eitt tækifæri fyrir lengda umræðu. Ég mótmæli þessari lögleysu.