135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:51]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú erum við þingmenn heppnir. Í forsetastólnum situr hið réttláta jafnaðarmannshjarta sem mun hlusta á rödd þingsins og taka bænir þess til greina. Mín bæn er þessi: Ég bið um þá virðingu gagnvart þinginu og gagnvart framhaldsskólafrumvarpinu að við ræðum það í birtu dagsins. Ég trúi því að formaður menntamálanefndar muni vilja ljúka umræðu um það mál sem nú er á dagskrá. Það eru eftir tveir til þrír klukkutímar í því ef þetta er í friði. Því getur lokið fljótt.

Ég vil segja við hæstv. forseta: Það er mikilvægt að frá svar svo að menn þurfi ekki að standa í þessu þrefi. Ég treysti á hæstv. forseta að hann skýri frá ætlan sinni og skora á hæstv. (Forseti hringir.) forseta að setjast að samningaborði og ljúka þessum fundi. Það er stór dagur á morgun, mér skilst að ríkisstjórnin eigi afmæli, (Forseti hringir.) og við verðum að ganga varlega um þann dag.