135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:09]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þetta er alveg makalaust sem við erum að upplifa hér og nú. Í ræðu sinni 1. október sagði forseti Alþingis m.a. að hann hefði haft að leiðarljósi að Alþingi njóti virðingar með þjóðinni og að starfshættir þingsins skapi trúverðugleika. Það er alveg ljóst að 1. varaforseti Alþingis, sem fer með forsetavald í dag, er að gera forseta Alþingis að ómerkingi orða sinna með því háttalagi sem forseti virðist ætla að hafa á þingstörfum.

Ég vil líka vekja athygli á því að þegar forseti vísaði í það sem hún sagði í upphafi fundar sagði hún að þessi fundur gæti staðið lengur „í dag“, sagði hún í morgun. Sá dagur er liðinn og það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort forseti verður ekki að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um hvernig hún hyggst haga þingstörfunum í dag, þ.e. 23. maí, því að sá dagur er runninn upp.