135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:13]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að verið sé að brjóta þingsköp. Þingskapalögin segja í 4. mgr. 10. gr. að einungis séu tvær leiðir til að víkja frá meginreglunni um lengd þingfunda. Önnur er sú að þingflokkarnir nái samkomulagi þar um. Það hefur ekki gerst. Hin leiðin er að þingið samþykki það samkvæmt 67. gr., sem þýðir atkvæðagreiðsla. Það hefur heldur ekki verið gert. Því lýsi ég því yfir að þingsköpin eru brotin af þeim hæstv. forseta sem situr nú í forsetastóli nema höfð verði atkvæðagreiðsla samkvæmt 67. gr. þar sem afl atkvæða ræður. Að öðrum kosti stendur þessi hæstv. forseti fyrir broti á 10. gr. þingskapalaga. (Gripið fram í: Á ekki að svara? Hvað er þetta? Hvers konar framkoma er þetta?) (Gripið fram í: … löngu búin að svara.)