135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:41]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir það sem fram kom hér áðan, þ.e. tillögu um að þingfundi verði frestað. Við framsóknarmenn höfum beðið um tvöfaldan ræðutíma og mig langar að spyrja hæstv. forseta, sem jafnframt er varaformaður menntamálanefndar, hvort honum finnist þessi frumvörp um framhaldsskólana það léttvæg að fjalla eigi um þau í skjóli nætur. Ég býst svo sem ekki við svari, ekki hafa komið nein svör frá þeim forsetum sem hér hafa verið á undan honum.

Ég hef líka stórar áhyggjur af því að hæstv. iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, er kominn í þinghúsið. Hann er að bíða eftir orkufrumvarpinu sínu. Væri ekki ráð að leyfa honum að hvíla sig, jafnvel að komast aðeins á bloggið svo að umræðan á morgun verði fjörug og skemmtileg?