135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:53]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst að ríkisstjórnin og meiri hluti hennar á Alþingi fari hér ákaflega illa með sjálfa sig. Ríkisstjórnin er að sanna að hér er engin verkstjórn, hér ríkir skipulagsleysi eða skipulagt kaos, skipulögð ringulreið af hálfu ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans.

Það skyldi nú ekki eiga eftir að koma í ljós, og forsetar ættu eftir að komast að því, að það er ekki gæfulegt verklag að reyna að hafa hlutina í einhvers konar skipulögðu stríði og ósætti? Ætli það gangi nú mjög vel? Það er dapurlegt að horfa upp á það hvernig sá þumbaragangur og ruðningur sem hér er ástundaður af hálfu stjórnarliðsins dregur þessa umræðu um þörf og mikilvæg mál, skólamál þjóðarinnar á öllum stigum, niður á mjög lágt plan.

Ég bið meiri hlutann um, þó ekki væri annað, að velta því aðeins fyrir sér hvort hann ætli að (Forseti hringir.) halda þessum sjálfspíningum áfram, að níða sjálfan (Forseti hringir.) sig svona niður með þessari framkomu.