135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:56]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það var mælt úr forsetastóli hér rétt áðan að forseti bryti ekki lög. Ég færði rök fyrir máli mínu hér áðan þegar ég hélt því fram að hæstv. forseti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir væri að brjóta þingskapalögin og ég ætla að segja þessum hæstv. forseta Einari Má Sigurðarsyni hvernig ég rökstyð það.

Í 10. gr. þingskapalaga segir að meginreglan sé sú að þingfundir standi til klukkan átta. Einungis eru tvær leiðir til að víkja frá þeirri meginreglu. Í fyrsta lagi að samkomulag verði um það milli þingflokkanna. Það hefur ekki náðst. Í öðru lagi með því að þingið samþykki það og þá með atkvæðagreiðslu skv. 67. gr. Það hefur heldur ekki verið gert.

Þess vegna stend ég á því að hæstv. forseti Einar Már Sigurðarson sé eins og hæstv. forseti Ásta R. Jóhannesdóttir að brjóta þingskapalög.