135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:59]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti verður enn á ný með fullri vinsemd að óska efti því að hv. þingmenn reyni að gæta orða sinna. (Gripið fram í.)

Vegna orða hv. þingmanns og annarra hv. þingmanna vill forseti geta þess að forseti sem var hér á forsetastóli í morgun sagði: „Er óskað atkvæðagreiðslu um þessa tillögu forseta?“ Svo var ekki og þá (Gripið fram í.) sagði virðulegur forseti: „Ef svo er ekki skoðast hún samþykkt.“

Forseti vill minna á að hann hefur óskað eftir því að þingflokksformenn komi til fundar um eittleytið en að sjálfsögðu munu allir þeir sem óskað hafa eftir að taka til máls um fundarstjórn forseta fá að gera það. Forseti mun að sjálfsögðu fresta fundi þegar lokið hefur verið við að fjalla um fundarstjórn forseta og þá verður boðað til fundar þingflokksformanna.