135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:36]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Á dagskrá Alþingis í dag eru tvö stór frumvörp sem bæði eru mjög umdeild. Annars vegar frumvarp um framhaldsskóla þar sem einn þingflokkur hefur óskað eftir tvöföldun á ræðutíma og augljóst mál að um það þingmál verður mikil umræða. Síðan er frumvarp sem snýr að orkumálum og er einnig mjög umdeilt.

Hér leyfir hæstv. forseti Alþingis, verkstjóri okkar, sér að bera upp tillögu, sem reyndar enginn fótur er fyrir í þingskapalögum, um að dagskráin verði tæmd. Ég tek undir það sem kom fram í máli hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að fyrir þessu eru engar heimildir í þingsköpum. Forseti Alþingis getur lagt til að hér verði efnt til kvöldfundar og þá greiðum við (Forseti hringir.) atkvæði um þá tillögu en ekki um hitt, að við tæmum dagskrána.