135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:39]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða nokkurra hv. þingmanna vill forseti taka fram að í þeirri málsgrein sem vitnað var til varðandi þá tillögu sem hér mun fljótlega ganga til atkvæða segir m.a. í 4. mgr. 10. gr. þingskapa:

„Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp án nokkurs fyrirvara.“

Það er rétt að rifja það upp fyrir hv. þingmenn að þetta er hefð sem hér er hefur margoft verið notuð á þessu þingi þannig að hér er ekki um neina nýjung að ræða og hefst nú atkvæðagreiðslan. (Gripið fram í.)