135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:41]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Sá forseti sem nú situr í forsetastóli sagði í gærkvöldi: „Forseti Alþingis brýtur ekki þingsköp.“ Við lýstum okkur að sjálfsögðu ósammála því í gær og færðum rök fyrir því að forseti hefði brotið þingsköp og það er alveg ljóst að með þeirri málsmeðferð sem hér er höfð í frammi er forseti að brjóta þingsköp. Það stendur í 4. mgr. 10. gr. þingskapa:

„Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp …“ — Ég hlýt að kalla eftir því að forseti beri þá upp tillögu um lengri fundartíma. Hvað á þessi fundur að standa lengi samkvæmt tillögu forseta?