135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:43]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns er rétt að vekja athygli á því, hafi það farið fram hjá einhverjum hv. þingmönnum, að nú fer fram atkvæðagreiðsla um munnlega tillögu forseta sem er skv. 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda. Tillagan er um það að sá fundur sem nú er hafinn geti staðið þar til dagskrármálunum lýkur. (Gripið fram í.)