135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

afbrigði um lengd þingfundar.

[10:57]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Herra forseti. Ég harma að stjórnarflokkarnir skuli hafa rift og virt algjörlega að vettugi hið góða samkomulag sem náðist hér í haust um þingsköpin. Mér fannst ansi undarlegt að heyra í hv. þm. Bjarna Benediktssyni þegar hann rakti hér reglur 10. gr. þingskapalaga.

Meginreglan er að reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skuli ekki standa lengur en til klukkan átta síðdegis. Frá þessari meginreglu eru tvær undantekningar: Frá þessu má víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða þingið samþykkir 67. gr. Það hefur verið gert. Síðan spyr maður sig: Undantekningu frá meginreglum á að túlka þröngt og hvernig finnur maður þá túlkun? Jú, það stendur hér að (Forseti hringir.) á þriðjudögum geti fundur staðið til miðnættis auk þess sem forseti þingsins hefur (Forseti hringir.) ítrekað sagt að kvöld- og næturfundir heyri (Forseti hringir.) sögunni til.