135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

afbrigði um lengd þingfundar.

[11:06]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér verður að halda því til haga í umræðu um hroka og valdbeitingu að nýju þingskapalögin voru sett í einum tilgangi: Að hætta að sýna andlit eins og þetta sem nú er verið að sýna þjóðinni. [Hlátur í þingsal.]

Mér þykir ekki falleg þessi ásjóna heldur, að horfa ofan í kok á gapandi stjórnarliðum á Alþingi hlæjandi að alvöru málsins. Það er mikil alvara að stjórnarliðum, ríkisstjórninni, hefur mistekist að koma einhverju skikki á vinnubrögð á Alþingi. Við áttum að hafa svigrúm til að hafa málin í maí, í lengdum tíma í maí, það átti að vera svigrúm til að ræða mál og gera hlutina eins og menn, en ekki er boðið upp á það vegna þess að málin koma allt of seint frá ríkisstjórninni, nákvæmlega eins og hefur verið árum saman. Það hefur ekkert breyst nema þetta álag, þessi óafsakanlegu vinnubrögð hafa færst til (Forseti hringir.) frá miðjum maí fram til loka maí. (Forseti hringir.) Það hefur ekkert breyst þrátt fyrir heitstrengingar og ný þingsköp.