135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

afbrigði um lengd þingfundar.

[11:12]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi leggja áherslu á að þau mál sem hafa verið til umræðu á þinginu t.d. í gær, leikskólar og grunnskólar, eru stórmál. Það á ekki að umgangast þau af þeirri léttúð sem mér sýnist meiri hlutinn gera gagnvart þeim stóru málaflokkum að halda að boðlegt sé að keyra þau mál bara til þess að fá stimpil Alþingis á þau og að þau þurfi ekki að fá nauðsynlega umfjöllun. Mér finnst það móðgun gagnvart málinu og ég tel að það hefði þurft jafnvel ítarlegri umræðu um einstök atriði þar.

Alþingi er ekki bara stimpilpúði meiri hlutans eins og hér er verið að keyra fram. Ég legg því áherslu á að forseti íhugi nú stjórn þingsins og framkvæmd á Alþingi með hliðsjón af því. (Forseti hringir.) Við þekkjum valdbeitingu Sjálfstæðisflokksins frá fyrri þingum. (Forseti hringir.) Mér finnst dapurlegt, herra forseti, ef Samfylkingin leggst (Forseti hringir.) gjörsamlega flöt í það ból.