135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

lækkun matvælaverðs.

[11:32]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Þegar þessar aðgerðir voru ræddar á Alþingi á haustdögum 2006 sagði formaður Samfylkingarinnar að höfundurinn að þessu þingmáli væri Samfylkingin. Þessi aðgerð væri leið Samfylkingarinnar til þess að bæta kjör neytenda á Íslandi. Nú hefur hún mistekist algjörlega og ástæðan er þekkt. Það er vegna þess að hér vantar samkeppni á markaði til að tryggja það að neytendur njóti góðs af verðlækkuninni. Þess vegna er það óráð að fara í frekari opnun á innflutningi á matvöru vegna þess að það lendir í vösunum á smásöluaðilunum. (Gripið fram í: Nei.) Alveg eins og innflutningur á fatnaði og skóm sem er frjáls en samt leiðir af sér verð sem er miklu hærra en meðaltal í Evrópusambandslöndum.

Ég vil minna á viðvörunarorð mín sem ég lét falla á sínum tíma í þinginu þar sem ég vakti athygli á því að skortur á samkeppni gæti leitt til þeirrar stöðu sem (Forseti hringir.) því miður er orðin staðreynd.