135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:28]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú erum við að tala saman. Hv. þingmaður sagði hér: Það var alveg sama upp á hvaða texta var boðið, það var ekki hægt að rökræða við mig. Fyrirgefið, hæstv. forseti, það var bara ekki boðið upp á neina texta aðra en þá sem eru í frumvarpinu og breytingartillögur frá meiri hlutanum. Það voru þeir textar einir sem boðið var upp á. (EMS: Þér var boðið að koma með texta.)

Ef við höfum tækifæri til að setjast niður og ræða tillögur að textum, sem væru með öðru sniði en því sem hv. þingmenn hafa lagt fram, (Gripið fram í.) skulum við gera það. Þá skulum við líka setjast niður með þeim fulltrúum framhaldsskólakennara sem flæmdir voru út úr nefndinni sem átti (Gripið fram í.) að semja þessi frumvörp.