135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:39]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta svaraði náttúrlega engu í hverju miðstýringin væri fólgin að mati hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur. Mig langar að spyrja hana aftur. Ef menntamálaráðherra eða menntamálaráðuneytið, óháð því hver gegnir stöðu menntamálaráðherra hverju sinni, á að hafa yfirsýn yfir og stýra og bera ábyrgð á framhaldsskólanum, setur ekki aðalnámskrá sem síðan skólarnir byggja námsbrautalýsingar sína á þar sem fram kemur innihald og annað í þeim dúr, hvernig á þá ráðuneytið að geta fylgt eftir mati og eftirliti á skólastarfi?