135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[11:14]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég virði það við hæstv. iðnaðarráðherra að hann hafi reynt að fá Hitaveitu Suðurnesja til að fella sig að ákvæðum frumvarpsins að því er varðar bann við framsali til varanlegs tíma. En ég hlýt að ítreka ósk mína um að það verði skrifað inn í frumvarpið að gengið verði frá þeim málum þannig að frumvarpið sjálft, að lögin sem slík taki af allan vafa í þessu efni.