135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[11:21]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Í samantekt nefndarritara um athugasemdir sem bárust um þetta efni og um álit ráðuneytisins á því kemur fram að áskilnaðurinn í 4. gr. um eignarhaldið á flutningsfyrirtækinu, sem er Landsnet, sé víðtækari en bráðabirgðaákvæði XII í raforkulögunum. Hvað þýðir það, herra forseti? Það þýðir að á meðan að eigendurnir, sem nú eru Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og Rarik, eru 100% í eigu opinberra aðila — sem sagt fram til 1. júní á næsta ári, ef þeir verða ekki búnir að skipta sér upp og selja hluti — er hægt að selja 49% af fyrirtækinu.

Samkvæmt því sem nefndinni hefur verið kynnt er ljóst — og ef menn ætla að koma á síðustu stundu, herra forseti, og segja að bráðabirgðaákvæði í raforkulögunum gangi lengra en þetta eru menn að (Forseti hringir.) reyna að skipta um hest í miðri á. Kannski er það bara gott. En þá þarf að breyta ákvæðinu í 4. gr.