135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

réttindi stjórnenda smábáta.

[15:20]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Það liggur ljóst fyrir að flytja á frumvarp um réttindi á trillur eða litla báta en þetta snýr líka að sjávarútvegsráðherra hvað varðar kvótasetningu á þessa báta. Þessi lög sem verið er að setja — útlendingar hafa hingað til ekki þurft að hafa nein réttindi á meðan Íslendingar verða að sýna fram á að þeir hafi réttindi. Hér hefur fólki því verið mismunað.

Við vitum að það eru erlendir ríkisborgarar sem ekki hafa tilskilin leyfi sem róa á þessum skipum. En frumvarpið sem snýr að kvótasetningu á sjóstangveiðibáta er náttúrlega meira mannréttindabrot en þau sem við höfum búið við síðustu 24 árin.