135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:14]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Tekin eru til atkvæðagreiðslu fjögur mjög stór og viðamikil frumvörp sem virkilega góðar umræður fóru fram um hér í þingsal fyrir helgi. Við framsóknarmenn erum sammála því að þau verði afgreidd, leikskólafrumvarpið, grunnskólafrumvarpið og menntunarfrumvarpið, en við höfum óskað eftir því að frumvarpinu um framhaldsskólana verði vísað frá. Við báðum einnig um tvöfalda umræðu um það frumvarp og tel ég að veruleg þörf hafi verið á því.

Við óskum eftir því að sjálfsögðu að þetta fari áfram til hv. nefndar og áskiljum okkur rétt til þess að koma með frekari breytingartillögur en þær sem við höfum þegar lagt fram.