135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:39]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er skýr stefna okkar framsóknarmanna að við viljum hafa jafnan aðgang að menntun óháðan efnahag og búsetu. Við teljum að það sé afar mikilvægt að tryggja öllum börnum aðgang að gjaldfrjálsri kennslu. Við viljum því að unnið verði að því að leikskólar verði gjaldfrjálsir og að viðræður fari fram við sveitarstjórnarstigið um kostnaðarskiptinguna. Við framsóknarmenn munum því greiða atkvæði með þeim breytingartillögum sem miða að því að leikskólinn verði gjaldfrjáls.