135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:49]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um grein er varðar þróunarleikskóla. Í henni er gert ráð fyrir því að ráðherra geti veitt sveitarfélögum og sjálfstætt starfandi leikskólum heimild til að reka þróunarleikskóla eða gera tilraun með ákveðna þætti skólastarfs. Í greininni er um leið veitt undanþága frá ákvæðum þessara laga, frá reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra og frá aðalnámskrá leikskóla. Ég álít að það sé óþarfi að gera þetta undanþáguákvæði svona vítt og þess vegna sit ég, og við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, hjá við þetta ákvæði.