135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[16:55]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um heildarlöggjöf um grunnskóla. Frumvarpið er unnið í sátt og samlyndi frá upphafi til enda og afar góð vinna fór fram í menntamálanefnd. Við hlustuðum á fjölmarga umsagnaraðila og tókum tillit til margra breytingartillagna. Við framsóknarmenn lítum svo á að óskir okkar hafi náð fram að ganga og fögnum því. Fyrirvari okkar lýtur einna helst að heimild til gjaldtöku sem ég mun gera betur grein fyrir á eftir sem og breytingartillögu við 25. gr. um kristinfræði, að hún verði inni í aðalnámskrá, en ég mun einnig gera betur grein fyrir þeirri breytingartillögu hér á eftir.